top of page

Velkomin

Á þessari heimasíðu má finna allar upplýsingar um verð og sýnishorn úr fyrrum myndatökum sem ég hef tekið að mér.

​Ég hef verið ljósmyndari frá árinu 2020 og er búin að vera að mynda brúðkaup, pör, börn, unglinga, fjölskyldur og meðgöngu svo eitthvað sé nefnt.

​

Endilega stoppaðu við og skoðaðu myndirnar. Ef þú hefur áhuga á að fá mig til að mynda fyrir þig, þá getur þú haft samband við mig gegnum mail.

Brúðkaup

Það getur verið töfrum líkast að fá að taka þátt í þeim magnaða degi sem brúðkaupsdagurinn er. Hvort sem það er allur dagurinn eða myndatakan ein og sér. 

​Ég elska að fara út í íslenska náttúru og skapa einstakar og ólíkar myndir eftir degi, aðstæðum, landslagi og hjónum.

1215.jpg

Meðganga

Hver kona er einstök. Að hafa þann eiginleika að skapa nýtt líf inn í eigin líkama er eitt það magnaðasta sem veröldin hefur gefið okkur. Því þykir mér óskaplega fallegt að mynda konu á þeim tíma.

52-Edit_edited_edited.jpg

Fjölskyldur

Engin fjölskylda er eins. Þær eru litlar og stórar. En allar eru þær einstakar á sinn hátt. Í mínum myndum legg ég áherslu á að fanga augnablik milli einstaklinga og kalla fram persónuleika hvers og eins.

_MG_9390-Edit.jpg

Hrefna.Morthens photography

© Hrefna Morthens
  • Instagram
bottom of page