Hrefna Morthens
Ég er Hrefna Morthens, 30 ára Selfyssingur sem kláraði nám við ljósmyndun frá Tækniskólanum vorið 2020 og lauk sveinsprófi haustið 2021.
Draumur minn í ljósmyndun er að sérhæfa mig í brúðkaups ljósmyndun og meðgöngu ljósmyndun. En það þýðir ekki að ég myndi ekki fleira, ég mynda mjög mikið fjölskyldur og einstaklinga og finnst það einstaklega skemmtilegt og þykir vænt um öll tækifærin sem ég fæ.
Eins og staðan er í dag, þá mynda ég að mestu úti, enda ekki hægt að fá fallegri bakgrunn en frá Íslensku landslagi og náttúru. En ég býð einnig upp á þá þjónustu að koma heim til fólks og mynda þar, eða ef fólk vill getur það komið heim til mín.
Ef þú telur að ég, þú og þínir getum átt saman, þá endilega hafðu samband í gegnum mail og við finnum stað og stund fyrir fallega myndatöku.
​
Eftir nokkurra mánaða pásu vegna barneigna er ég byrjuð að bóka á ný. En eingöngu á Selfossi og nágrenni
​
Mail: hrefnamorth@gmail.com
​
​
Fleiri nýjar myndir er hægt að sjá á instagram
